Ekki vanmeta sjóinn við Ísland

Það virðist vera landlægt eða ætti ég frekar að segja heimslægt að kajakræðarar úti í heimi haldi að það sé hægt að róa í kringum Ísland á kajak. Jú víst hefur örfáum heppnum tekist það. Ég segi heppnum hér vegna þess að ég hef sjálfur mikla reynslu af sjónum hér við land. Ég hef róið á kajak í tæpan áratug og auðvitað verið misduglegur við það. Ég hef farið í langar ferðir, allt frá 4 til 14 daga ferða. Tvisvar hef ég þurft að hætta við í miðjum klíðum vegna ölduhæðar. Einu sinni gat ég fært mig um nokkuð hundruð kílómetra og haldið þannig áfram. Það eru þó ákveðin prinsipp sem ég fer alltaf eftir. Ég fer aldrei einn í kajakferð. Mér finnst óðs manns æði að fara einn. Sorgleg slys undanfarinna ára hafa sannað það. Ég er alltaf með bæði belti og axlarbönd... þ.e.a.s. ég er alltaf vel búinn og býst við hinu versta. Ég ætla svo sem ekkert að vera að telja upp allan öryggisbúnaðinn sem ég nota. Ég læt auðvitað alltaf vita af ferðaáætlun minni og ég tek aldrei neina sénsa. Bíð frekar af mér veðrið. Ég vil bara óska þessum bandaríska ræðara til hamingju með að hafa tekið þessa ákvörðun og vona að hann geri sér betur grein fyrir íslensku veðri og sjólagi núna. Vertu bara velkominn aftur í styttri og skynsamlegri túra....
mbl.is Kajakræðari hættur við hringferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis punktar hjá þér Sigurður - og eins og þú svo réttilega segir þá ætti engin að vanmeta ógnarkraft íslenskrar nátturu sem og það skjólleysi sem strandlengjan hefur upp á að bjóða svo mílum skiptir

kv

js

Jon Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:04

2 identicon

Það ætti að sæma manninn orðu fyrir þessa óvenju skynsamlegu ákvörðun.

Miklu betra að sjá sitt óvænna strax en að þurfa fyrst að láta leita að sér

og / eða bjarga úr lífsháska, með ærnum tilkostnaði og veseni.

Báturinn brotinn, árin týnd, talstöðin og gerfihnattakerfið dottið út, en

hann "gaf enga skýringu" á því afhverju hann hætti við þessa för.

Tryggvi EDWALD (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 385

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband