Bara gráthlægilegt

Hvernig er það eiginlega, hefur fólk ekki séð í gegnum þetta ennþá? Í heiðnum trúarbrögðum sem eiga rætur sínar til norðurlandanna, hefur Hel (þangað sem menn fara ef þeir deyja sóttardauða eða heigulsdauða) allt annað yfirbragð en helvíti kristninnar. Þar er nefnilega skítkalt og hundleiðinlegt. Valhöll er hins vegar mjög hlýr staður og alltaf gott veður þar. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera að hér á norðurlöndunum er veturinn okkur meira áhyggjuefni en sumarið?

Hvaðan er svo kristnin komin? Jú úr miðausturlöndum þar sem snjóar mjög sjaldan svo ekki sé meira sagt. Þar óttast menn frekar að deyja úr hita...í orðsins fyllstu merkingu. Ergo: helvíti hlýtur að vera fjandanum heitara og himnaríki svalur og þægilegur staður.

Því spyr ég aftur. Hefur fólk ekkert séð í gegnum þetta? 


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Við þekkjum það jú úr íslenskri tungu, Siggi, að menn frjósa í hel - Svo er náttúrlega líka hægt að drekka sig í hel....og so videre. - kveðja.

Haraldur Bjarnason, 22.3.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trúarbrögð og brellur eru ótrúlegur og forneskjulegur þykistuleikur.  Það er litlu vitlegra að sjá fullorðna menn með sjálfupphafin merkissvip banda út höndum í kjólum og drkka blóð og borða hold, svo ekki sé minnst á pyntingartækið sem þeir lofa. Ég furða mig á því á tímum upplýsingar og almenns læsis að fólk nái sér ekki út úr þessari rökleysu og hugsanavillu.  Kannski trúir fólk til að firra sig ábyrgð á eigin lífi, hugsunum og gjörðum. Kannski bara öðrum til sýndar og sér til vegsauka, sem og að hafa afsökun fyrir að lifa ekki eins og manneskja í þessu lífi í trú um að það geri betur í næsta lífi, sem ekki er til.  Hér sækist kirkjan í að ná til smábarna, sem ekki hafa náð að þroska gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Í framhaldskólana vogar hún sér ekki því þar er hlegið að henni.  Þessi innræting æskunnar á fabúlum trúarbragðanna er meginorsökin fyrir þessari firringu.  Það er ekkert sem réttlætir trúarbrögð í mínum augum.

Habbðu það svo gott Siggi minn og takk fyrir allt. Hjá mér er allt í lukkunnar velstandi og hefur aldrei verið betra.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Jón Steinar, ósköp er að heyra hvað þú súrrar saman óvild og fáfræði um trúarbrögð í þessari færslu þinni. Þú virðist vera að tala um kristna trú (minnist á blóð og hold og pyntingartæki-huggulegar samlíkingar hjá þér, er þér fyrirmunað að skilja tákrænar athafnir? Svo slærðu kristninni svo saman við hindúa sið, þ.e. talar um endurfæðingu - að haga sér illa í þessu lífi í von um að bæta fyrir það í næsta lífi (Þetta er auðvitað útúrsnúningur á smáhluta Hindúismans, en þú virðist vera að tala um kerfi sem hefur ekkert með kristni að gera, ef maður ætlar að gera grín að einhverju verður maður að þekkja fyrirbrigðið vel) .

Ég er alveg steinhiss á hve kristnin fer í taugarnar á þér og með leyfi að spyrja hvaða firringu eru "fabúlur trúarbragðanna" meginorsök fyrir. Ég reikna nú með að t.d. kristin trú hafi sjaldan haft veikari stöðu hér á landi en einmitt núna, en einhverja stöðu hefur hún samt, kannski dálítið rótgrónna. Að kenna t.d. kristinni trú um FIRRINGU hér á landi finnst mér vera að snúa hlutunum algjörlega á haus.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

jæja, hvað er maður svosem að æsa sig?

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 3.4.2008 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband