Erum við að breytast í aumingja?

Alveg er það með ólíkindum hvað fólk er hrætt við rok og rigningu. Ég keyrði frá vesturlandi í gær á litlum fólksbíl, fór fyrir Hafnarfjall í 29m/s þar sem hviður voru upp á 39m/s og keyrði auðvitað bara varlega. Var svo í bænum í talsverðan tíma og keyrði svo í Reykjanesbæ þegar 29m/s voru á Reykjanesbrautinni og vindhviður sömuleiðis upp á 39m/s samkvæmt vegagerdin.is

Auðvitað þurfti ég að keyra hægar en vanalega. Keyrði kannski hægast á 40-50 en ég komst þetta og fannst ekkert stórkostlegt afrek. Hef nokkrum sinnum áður verið í sömu sporum og þetta var hvorki verra né betra.

Svo ræddi ég þetta við vin minn þar sem við stoppuðum á kaffihúsi í Kringlunni milli erinda hjá mér. Við vorum sammála um að fólk væri full paranojað og gerði of mikið úr því þegar það væri rok og rigning.  Hins vegar er auðvitað ekkert vit í því að vera á ferðinni í frosti og blindbyl. Þá erum við bara að tala um allt annað.

Hann sagði mér að mamma sín hefði hringt í hann og beðið hann um að vera ekki á ferðinni út af veðrinu. Hann, eðlilega, langaði aftur á móti að hitta kærustuna sína og ákvað því að fara þótt það rigndi og blési duglega. Svo spurði hann mömmu sína hvort hún héldi að hann myndi hreinlega bara fjúka eitthvað við það að fara út. Hvort bíllinn myndi bara fjúka þegar hann væri sestur upp í hann.

Við vorum sammála um það að ef svo væri þá væri auðvitað ekki þverfótað fyrir fljúgandi fólki og bílum. Hins vegar þegar ég les fréttirnar þá hef ég aldrei lesið það að einhver hafi hreinlega tekist á loft í roki og rigningu. Hef reyndar séð einu sinni í fréttum mynd af bíl sem valt á hliðina í roki. Þannig að líkurnar á því að minn gerir það hljóta að vera í samræmi við það. Vinur minn svaraði líka mömmu sinni því að það væri algjört logn inn í bílnum og því væri þetta auðvitað bara spurning um það að ef hann fyki ekki á leiðinni út í bíl þá myndi þetta sleppa. Þar sem fólk var ekki á flugi þvers og kruss í gær þá fannst honum hann vera tiltölulega öruggur.

Ég meina... það er ekki eins og fréttirnar séu uppfullar af fréttum eins og "Þrjátíu manns eru týnd síðan í gær eftir að fólk fauk út á sjó og upp á þök"  


mbl.is Flutningi úr flugvélum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull ertu harður.

Davíð Arnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:36

2 identicon

Magnaður ökumaður, og því eðlilega hissa á öllum hinum vesalingunum sem engu þora.  En þar sem ég sé að um ráðgjafa í áfengis og vímuefnamálum er að ræða þá vakna efasemdir!!!  Ráðgjöf skal ávallt miða að því að vernda, leitast við að koma í veg fyrir o.s.frv.  Það á jafnt við um veður og færð. Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.  Það er ekki á allra færi að aka í vondu veðri eins og mörg dæmi sanna.  Ráðgjöf í því efni á því ekki ekki að vera í formi áeggjunar um að fara af stað í vondu veðri því ella sé viðkomandi bara "aumingi".

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigurður R. Guðmundsson

Ég er áhugamaður um þetta :D en fagmaður um áfengis- og vímuefnafíkn

Sigurður R. Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband