16.12.2007 | 15:21
Upphafið
Hvað get ég sagt annað en það að ástæðan sé aðallega sú að ég hef svo margt að segja og alltof fáir sem nenna að hlusta :D Ég held að það fyrsta sem ég vilji skrifa um sé auðvitað það að ég er búinn að missa mikið álit á þingheimi. Ástæðan... Háttvirtir Þingmenn virðast margir hverjir rökstyðja ákvarðanir sínar og skoðanir með orðunum "mér finnst, ég trúi og ég held að...."
Hvernig stendur á því að háskólamenntað fólk telur þetta vera góðar röksemdarfærslur og enginn virðist gagnrýna svona vinnubrögð? Skýrasta dæmið er umfjöllun um áfengissölu í matvöruverslunum og hvet ég fólk til að kynna sér umræðu þeirra með þetta í huga. Lýðheilsustöð og fagaðilar aðrir eins og SÁÁ hafa komið með rannsóknir á rannsóknir ofan sem sýna það að allar svona breytingar munu auka neyslu á áfengi sem síðan eykur beinan kostnað á heilbrigðiskerfið og félagsþjónustu en háttvirtir þingmenn virðast bara fussa og sveia yfir þessu og endurtaka svo " ég trúi því...."
Hvar er fagmennskan?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggi R Guð
Tenglar
Veiði og kajak
Þetta eru auðvitað aðaláhugamálin. Birt með fyrirvara um leyfi fyrirsætanna
- Kajakferð sumarið 2003
- Fleiri kajakmyndir og annað persónulegt
- Svartfuglsveiði með Palla og Jóa
- Veiðivötn
- Kajakferð fyrir Vatnsnes
Fagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.