Enn af áfengismálum

Mér er hugsað til þess hvers vegna Íslendingar hafa breytt skoðunum sínum á áfengi. Í byrjun síðustu aldar, á svipuðum tíma og áfengissölubannið var í Bandaríkjunum, samþykkti íslenska þjóðin að banna sölu á áfengi á Íslandi. Þetta var ekki gert af fáum mönnum í þinginu heldur kaus þjóðin þetta og samþykkti með meirihluta atkvæða.

Núna tæpum hundrað árum seinna er eins og umburðalyndi gagnvart vínsölu og víndrykkju hafi aukist allverulega. Það þykir jafnvel vera púkó að drekka ekki áfengi. Því spyr ég hvað hefur breyst á þessari öld? Hefur það komið í ljós með nýjum rannsóknum að áfengi sé skaðminna en menn töldu í kringum 1900 eða eru færri og færri Íslendingar að verða ofdrykkju að bráð?

Mér finnst líklegra að máttur auglýsinga og peninga hafi meira um þetta að segja. Aðgengi, þá í lengri opnunartíma og fleiri verslunum og dýrkun á áfengisdrykkju hefur líka breyst talsvert. Hverjir eru að halda víndýrkun að fólki? Af hverju þykir það allt í einu fínt að drekka léttvín með mat? Hér áður fyrr þótti það að drekka áfengi vera merki um veikleika og neikvætt í flestum skilningi.

Er kannski ástæðan sú að fyrirtækin sem selja og framleiða áfengi séu að styðja og styrkja þessa ímynd við sem flest tækifæri. Nú er bannað að auglýsa áfengi á Íslandi. Eða hvað???

Mér finnst vanta gagnrýna umfjöllun um þetta sem er ekki leidd af tilfinningasemi og fyrirtækjum sem sjá sér hag í aukinni sölu áfengis. Og hvernig dettur þingmanni sem hefur verið tekinn ölvaður undir stýri að koma með frumvarp um frjálsa sölu á áfengi?? Líttu þér nær maður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í helvítinu gefur þér eða öðrum rétt til þess að takmarka eingarrétt sjálfráða einstaklinga yfir eigin líkama?

Nú er neysla á óhollum mati að drepa margfalt fleiri en vímuefni.... ætli það sé góð lausn að lögreglan brjóti niður dyr á heimilum og handtaki íbúa ef það finnst t.d. smjör eða sykur?

Þú mátt mín vegna berjast fyrir því að takmarka neyslu á vímuefnum með forvörnum, en lögregluríki þar sem allir eru neyddir til að fara eftir heilbrigðisleiðbeiningum ríkisins NEI TAKK! 

Geiri (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 03:03

2 Smámynd: Sigurður R. Guðmundsson

Því miður hefur þú ekki náð kjarna málsins sem var auðvitað að mér finnst vanta gagnrýna umfjöllun sem er ekki leidd af tilfinningasemi eða einstaklingum/fyrirtækjum sem hafa beinan hag af sölu.  Þú þarft að kynna þér betur hvað gagnrýn umfjöllun er.

Sigurður R. Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 00:46

3 identicon

Hvort þú ert að tala um einkafyrirtæki eða yfirvöld skiptir ekki máli.. á endanum berum við ábyrgð á okkar eigin líkama.

Einkafyrirtæki eru fyrst og fremst að bjóða okkur þær vörur sem við viljum. Við viljum aðgang að óhollum mat og fíkniefnum, kannski bara besta að vinna í eigin málum í stað þess að benda fingrinum annað? Frekar auðvelt að benda alltaf á "vondu" stórfyrirtækin. 

Geiri (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 03:13

4 identicon

Og sama má segja um umfjöllun... það er okkar ábyrgð að hafa opin huga og leita að upplýsingum frá eins mörgum/mismunandi aðilum og hægt er. Enginn er neyddur til þess að lesa fréttablaðið (bara dæmi).

Geiri (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband