Ofsafengnir Íslendingar

Ég er einn af mörgum sem hef lent í því að fá upphringingu frá bönkum og fjármálafyrirtækjum þar sem þeir eru að reyna að fá mig til að skipta um viðskiptabanka. Eitt það algengasta sem ég heyri þegar ég spyr hringjandann um hvað þeir bjóða eru svona eða svona háir yfirdráttavextir. Ég spyr þá alltaf á móti hvað þeir bjóði fólki sem skuldi ekki eða hefur aldrei skuldað. Þá verður fátt um svör. Einhverra hluta vegna eru langflestir með yfirdrátt og það þykir vera svo sjálfsagt og algengt að hringjendur gera ráð fyrir því að ég sé með yfirdrátt. Ég held barasta að ég sé einn af fáum núlifandi íslendingum sem hef aldrei skuldað (annað en húsbréf auðvitað)

Ég á smávegis af hlutabréfum og ætla mér að eiga þau áfram... hef auðvitað ekkert farið varhluta af þeirri lækkun sem hefur einkennt markaðinn undanfarið. Það sem fékk mig til þess að hugsa eins og ég nefndi hérna áðan hefur einmitt með þetta að gera. Ég held að lækkunin sé mikið til komin vegna fjölda fólks sem hefur tekið peninga að láni til að fjármagna hlutabréf án þess að hugsa um áhættuna sem því fylgir. Svo þegar fólk er komið í mínus þá fá allir kvíðakast og sjá ekki fram á að geta borgað og þurfa því að leysa út bréfin. Með öðrum orðum þá er ég að uppskera timburmennina eftir fjármálafyllerí allra hinna sem eru óábyrgir í fjármálum.

Svona er lífið stundum.


mbl.is Hlutabréf réttu úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband