11.3.2008 | 17:14
Ekki það sem íslenskir læknar eða WHO mæla með
Ég vil taka það fram að á Íslandi hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að konur með barn á brjósti megi neyta áfengis. Þar að auki virðist þessi frétt hjá mbl.is vera á miklum villigötum og mjög ófagleg því það er eingöngu nefnd ein rannsókn og ekki talað við íslenska lækna, WHO (world health organization). Hámarksáfengisskammtur fyrir konu almennt er 1 glas á dag, aldrei meira en 7 glös á viku og aldrei meira en 3 glös(drykki) í einu. Allt fyrir ofan þetta er álitið vera óhollt og skaðlegt. (sjá landlæknisembættið) Þarna ætti blaðamaður að kynna sér betur efnið áður en hann birtir það. Þar er svo greinilega tekið fram að konur sem eru óléttar ættu aldrei að nota áfengi og ekki heldur konur með barn á brjósti. Ef landlæknisembættinu hefði dottið í hug að endurskoða þetta þá hefði það auðvitað verið auðsótt. En enn sem komið er hefur það þótt óþarfi. Þetta viðhorf endurspeglar ekki trúarlegar, persónulegar eða siðferðislegar skoðanir lækna og annarra fagmanna. Þetta eru vel rökstuddar niðurstöður úr margendurteknum og ritrýndum vísindalegur rannsóknum.
Í lagi að drekka vín með barn á brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Um bloggið
Siggi R Guð
Tenglar
Veiði og kajak
Þetta eru auðvitað aðaláhugamálin. Birt með fyrirvara um leyfi fyrirsætanna
- Kajakferð sumarið 2003
- Fleiri kajakmyndir og annað persónulegt
- Svartfuglsveiði með Palla og Jóa
- Veiðivötn
- Kajakferð fyrir Vatnsnes
Fagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig voru þessar rannsóknir sem þú vitnar í framkvæmdar ? Það væri gaman að vita það... Veist þú það eða ertu bara að segja svona ?
Huldukonan, 11.3.2008 kl. 22:26
Þetta er tómt kjaftæði, brjóstamjólkin hefur sama áfengismagn og blóðið og maður þarf nú að drekka ári mikið til að blóðið komist upp í jafnvel 1%.
Fyrr má nú vera hystería...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:07
Æi, Farðu og fáðu þér einn GT :)
babypandaeater (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.