Ábyrgðin er okkar

Enn berast fréttir af stórtækum innflutningi á örvandi vímuefnum. Það virðist koma öllum á óvart. Þetta á auðvitað bara eftir að aukast þegar fram líða stundir. Neyslan helst í hendur við aukna áfengisneyslu og hægt er að rökstyðja það að með auknu og frjálsara aðgengi að áfengi muni neysla á örvandi efnum (amfetamín, kókaín, rítalín, e-pillur og fleira) aukast. Það er alveg ótrúlegt að þingmenn skuli ekki leita til fagmanna til að fræðast um áhrif og afleiðingar aukinnar áfengisneyslu, þá í samhengi við aukið aðgengi og lægra verð.
mbl.is Lögðu hald á fíkniefnasendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er töfralausnin?

Staðreynd: Ef aðgengi að áfengi er minna og það er dýrara þá stækkar það landabransann.

Geiri (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Sigurður R. Guðmundsson

Það er auðvitað engin töfralausn til. Hins vegar eru það svona aðdróttanir og ágiskanir sem ráða því hvaða ákvarðanir þingmenn taka í þessu máli. Réttast væri auðvitað að styðjast við vísindalegar rannsóknir og álit fagmanna en ekki ágiskanir og rökstuðning sem byrjar á " ég held" eða " mér finnst"

Sigurður R. Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 20:51

3 identicon

þeir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna vita að lögleiðing er eina lausnin.

Vandamálið er hjá yfirvöldum.

Þetta er einföld staðreynd sem verður að horfast í augu við. 

Andri (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:02

4 identicon

Og eru þingmenn að segja eða meina eitthvað annað en "Ég held að það hafi góðar afleiðingar að berjast með valdi gegn fíkniefnavandanum" ?

Ekki mikið um rök, staðreindir eða niðurstöður úr vísindalegum rannsóknum þar á ferð, allavegana hafa þær alveg farið framhjá mér.

stebbi (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 474

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband