Hvað með betri löggæslu?

Af hverju heyri ég aldrei af fundum lögreglumanna þar sem þeir reyna að bæta sig í starfi? Gott dæmi um það hvernig þeir geta bætt sig í starfi er að taka upp siðareglur eins og heilbrigðisstarfsmenn. Hvernig veit lögreglumaður til dæmis hvað hann á að gera ef upp kemur sú staða að hann þekkir til fólksins sem hann þarf að meðhöndla? Hvenær á hann að bakka? Hvenær er hætta á að fagmennskan víki fyrir tilfinningasemi? Nú er lífið þannig að ekki eru allir hlutir svart/hvítir.

Ég held að það besta sem gerðist hjá lögreglumönnum væri að þeir sæju hag sinn í því að verða meiri fagmenn. Innra eftirlit hlýtur að spila þar stóra rullu.


mbl.is Meira fjármagn þarf til löggæslumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú orðið vitni að því að þeir lögreglumenn sem eru nú í starfi séu ekki faglegir??

Inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:48

2 identicon

Sæll Sigurður

Það er yfirleitt farsælast að tjá sig sem minnst um það sem maður hefur lítið vit á og hefur lítið kynnt sér. Án þess að ég ætli eitthvað að fara að munnhöggvast við þig þá er ágætur fróðleikur um lögregluna á vefsíðunni logreglan.is þar getur þú m.a. fundið siðareglur lögreglu http://www.logreglan.is/upload/files/Si%F0areglur.pdf  og heilmikinn annan fróðleik og séð glögglega hversu mikil fagstétt lögreglan er yfir höfuð.

Heyrir þú yfirleitt af fundum smiða, viðskiptafræðinga eða annarra stétta þar sem þeir ætli að bæta sig í starfi, er líklegt að slík fundarseta nái eyrum og augum fjölmiðla? 

Jón (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:52

3 identicon

Ég verð nú bara að vitna í þann ágæta þátt Næturvaktina þegar ég les þetta og segja; "Hvar ert þú að smíða eldflaugar?" Lögreglumenn eru með ákveðnar siðareglur og heitstafi sem að þeir vinna eftir. Það er skírt kveðið á um hvernig menn eigi að haga sér þegar sú aðstaða kemur upp að skyldir einstaklingar lenda í höndunum á lögreglumönnum. Ég held að það sé ekki hægt að segja að lögreglumenn á Íslandi séu ekki fagmenn, en því miður á meðan það eru ófaglærðir menn við störf þá er ekki hægt að ná fullri fagmennsku, en burtséð frá því þá held ég að íslenskir lögreglumenn séu upp til hópa gríðarlega faglegir og góðir lögreglumenn. Standa sig mjög vel undir mikilli pressu sem að er á þeim.

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:53

4 identicon

Siðareglur lögreglu eru til og í lögreglulögum er fjallað um þegar lögreglumenn koma að málum fólks sem þeir þekkja persónulega.

Alltaf er það jafn bjánalegt þegar menn tjá sig um málefni sem þeir hafa enga þekkingu á, bara tilfinningu.

Hvernig væri að þú myndir standa þig betur í starfi því alltaf fjölgar áfengis-og vímuefnaneytendum. Þarf meiri fagmennsku í það eða fjármagn ?

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 21:53

5 identicon

"Hefur þú orðið vitni að því að þeir lögreglumenn sem eru nú í starfi séu ekki faglegir??"

Já því miður það oft að ég hef ekki tölu á því lengur.. Lestu fréttina þar sem 3unglingar voru stöðvaðir í kópavogi, handteknir án heimildar, miðað glock skammbyssum að hausunum þeirra, þeir beittir ofbeldi við hantöku (samt enginn með mótþróa skiljanlega vegna "sjokksins"), haldið í 2klst á stöðinni án leyfis, bíl þeirra "stolið" (færður uppá löggustöð án heimildar frá eiganda), og síðan eftir á var sagt "sorry þetta var útaf 13ára krökkum sem sprengdu flugelda í nágrenninu þannig við héldum að það væri einhver með byssu í hverfinu." Það sem toppaði þetta allt var að allir þessir drengir voru ekki bara með hreina sakaskrá, heldur líka voru þeir löglegir á allan hátt, ekki að gera neitt ólöglegt af sér.

ÞAÐ VAR EKKERT FJALLAÐ UM MÁLIÐ, EIN PINKULÍTIL GREIN Í FRÉTTABLAÐINU. Svona mál eru viðkvæm fyrir fjölmiðla, það er ástæðan fyrir því að þið heyrið ekki svona mikið um þetta.

Ég gæti örugglega skrifað heila bók um þetta, komið með fullt af fleiri dæmum, en nóg í bili.

stebbi (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Allrar athygli vert þegar þú talar um fagmennsku.  Í haus bloggsins sé ég að þú kallar þig löggiltan áfengis- og vímuefnaráðgjafa.  Í anda þessarar bloggfærslu þinnar spyr ég í fávisku minni:  Hvenær urðu áfengis- og vímuefnaráðgjafar löggiltir til starfa sinna?

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.12.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: x-mas

Það vantar ekki sérfræðingana sem spretta ávallt upp um störf lögreglumanna.  Vonandi að svona sérfræðingar eins og þú séu búnir að kynna ykkur málin frá báðum hliðum.  Svona sérfræðingur eins og þú veist örugglega nákvæmlega allt um málið og ert ekki bara að byggja á einhliða grein frá þessum strákum úr Dagblaðinu.    

x-mas, 28.12.2007 kl. 22:54

8 Smámynd: x-mas

Það vantar ekki sérfræðingana sem spretta ávallt upp um störf lögreglumanna.  Vonandi að svona sérfræðingar eins og þú og fleiru séu búnir að kynna ykkur málin frá báðum hliðum.  Svona sérfræðingur eins og þú veist örugglega nákvæmlega allt um málið og ert örugglega ekki bara að byggja á einhliða grein frá þessum strákum úr Dagblaðinu/Fréttablaðinu.     Viss um að lögreglumannsstarfið sé með þeim erfiðustu og jafnframt vanþakklátustu sem til eru hér á landi.  

x-mas, 28.12.2007 kl. 23:06

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Hefur eitthver velt því fyrir sér afhverju lögreglan er fjársvelt?  Halda menn og konur að Bjönn Bjanna kunni ekki á reiknivél.  Hér er örugglega eitthvað plott í gangi sem löggan og leikmenn sjá ekki í gegnum.  Hvað skyldi hanga á spýtunni sem Björn geymir undir rúmi hjá sér? 

Björn Heiðdal, 28.12.2007 kl. 23:29

10 Smámynd: Sigurður R. Guðmundsson

Ja hérna... það er mikið að ég fæ einhver viðbrögð við bloggi :D

Kannski er best að byrja á því að útskýra af hverju ég hélt að lögreglan hefði ekki siðareglur. Þannig var það að þegar ég var að sækja um löggildingu í faginu mínu ( þetta svarar þá þeirri spurningu) í vor, þá þurfti ég að taka ljósrit af gögnum áður en ég sendi þau til heilbrigðisráðherra. Til að allt væri löglegt þá varð ég að fá stimpil hjá einhverju yfirvaldi til að sýna fram á að pappírarnir væru ekki falsaðir. Þá stoppaði ég á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, held hún sé á Flatahrauni, þar sem ég bað mjög kurteisan ungan lögreglumann að aðstoða mig. Í kjölfarið fór ég að ræða siðareglur við hann. Hann hafði unnið hjá lögreglunni að mig minnir í 5-10 ár og hlýtur því að vita eitthvað um starfið. Hann sagði mér að lögreglan starfaði eftir landslögum og ekki neinum siðareglum. Ég varð einmitt mjög hissa og fór að ræða það við hann hvernig stæði á því að flestar stéttir í þjónustu hins opinbera væru með einhverskonar siðareglur en ekki sú stétt sem hefur leyfi til að nota líkamlegt ofbeldi. Ég man svo sem ekki hvernig þetta endaði hjá okkur öðruvísi en að hann talaði bara um landslög.

Ég hlýt því að spyrja, ef lögreglan vinnur eftir siðareglum eru þær þá í hávegum hafðar? Er lögð áhersla á þær? Eru þær t.d. til umræðu á þingum eða ráðstefnum? Ég ætla mér svo sannalega ekki að gera lítið úr þessu starfi. Gæti ekki hugsað mér að vinna það, nóg er nú streitan fyrir. Siðareglur og umfjöllun um þær geta aftur á móti minnkað streitu starfsmanna sem þær eiga við.

Ég fer að ykkar ráðum og kynni mér siðareglurnar þeirra á uppgefinni heimasíðu. Takk fyrir

SRG

Sigurður R. Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 01:21

11 Smámynd: Sigurður R. Guðmundsson

Jæja, ég er búinn að lesa siðareglurnar þeirra og þær virðast í fljótu bragði vera faglegar og vel ígrundaðar. Hins vegar sá ég að þær voru síðast samþykktar árið 2003 og því spyr ég ykkur lögreglumennina sem svöruðu mér. Var þeim breytt þá eða komu þær fyrst þá?

Einnig spyr ég líka, því fer svona lítið fyrir þeim? Mér finnst að þær ættu að vera miklu sýnilegri. Ég get því nú ver og miður ekki nafngreint þennan kurteisa unga mann sem hjálpaði mér á stöðinni í Hfj. Ef ég gæti það væri ég ekkert að því hér. Mér finnst bara alltaf leiðinlegt að geta ekki rökstutt mál mitt nema með atvikssögum. Það eru ekki fagleg eða vísindaleg vinnubrögð. Ég vona bara að þið takið mig trúanlegan og treystið á heiðarleika minn.

Sigurður R. Guðmundsson, 29.12.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 474

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband