Jöfnum Hafnarfjall við jörðu...

Ég var að koma að norðan og keyrði eins og vanalega framhjá Hafnarfjalli. Ekki að spyrja að því... vindhviður upp á 100 m/s eða eitthvað álíka. Þegar ég keyrði framhjá þessu ljóta og leiðinlega fjalli varð mér litið upp í hæðar þess og hugsaði sem svo: Hvers vegna er þetta fjall ekki jafnað við jörðu? Þetta er ljótt fjall, ekkert vex á því og svo er þetta líka ógeðslega skítaveður alltaf undir fjallinu. Efnið sem fengist úr fjallinu væri alveg súper. Það þarf ekki einu sinni að mala það. Bara fínt eins og það er. Fínasta uppfylliefni. Þannig væri hægt að slá 2 flugur í einu höggi. Losa okkur við þetta rokrassgat og græða smá pening í leiðinni. Af hverju hefur engum dottið þetta í hug fyrr???


mbl.is Stormur i aðsigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vanmeta sjóinn við Ísland

Það virðist vera landlægt eða ætti ég frekar að segja heimslægt að kajakræðarar úti í heimi haldi að það sé hægt að róa í kringum Ísland á kajak. Jú víst hefur örfáum heppnum tekist það. Ég segi heppnum hér vegna þess að ég hef sjálfur mikla reynslu af sjónum hér við land. Ég hef róið á kajak í tæpan áratug og auðvitað verið misduglegur við það. Ég hef farið í langar ferðir, allt frá 4 til 14 daga ferða. Tvisvar hef ég þurft að hætta við í miðjum klíðum vegna ölduhæðar. Einu sinni gat ég fært mig um nokkuð hundruð kílómetra og haldið þannig áfram. Það eru þó ákveðin prinsipp sem ég fer alltaf eftir. Ég fer aldrei einn í kajakferð. Mér finnst óðs manns æði að fara einn. Sorgleg slys undanfarinna ára hafa sannað það. Ég er alltaf með bæði belti og axlarbönd... þ.e.a.s. ég er alltaf vel búinn og býst við hinu versta. Ég ætla svo sem ekkert að vera að telja upp allan öryggisbúnaðinn sem ég nota. Ég læt auðvitað alltaf vita af ferðaáætlun minni og ég tek aldrei neina sénsa. Bíð frekar af mér veðrið. Ég vil bara óska þessum bandaríska ræðara til hamingju með að hafa tekið þessa ákvörðun og vona að hann geri sér betur grein fyrir íslensku veðri og sjólagi núna. Vertu bara velkominn aftur í styttri og skynsamlegri túra....
mbl.is Kajakræðari hættur við hringferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt tuðið

Ég ákvað að bæta aðeins við bloggfærslurnar mínar þar sem það er langt liðið síðan síðast. Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að tala um óábyrgð Íslendinga í fjármálum eða fréttina um tengsl milli offitu og svefns. Það fyrra verður fyrir valinu í kvöld.

Endalausar fréttir af fjárhag þjóðarinnar, ef svo má að orði komast, eru kveikjan af þessum skrifum mínum núna. Ég er að heyra sögur af lúxusbílum sem hafa verið keyptir á erlendum lánum sem hafa svo hækkað svo mikið að verðgildi bílsins dugir ekki lengur til. Ég spyr nú bara? Hver er svo vitlaus að kaupa lúxusbíl ef hann á ekki fyrir honum og hver er svo vitlaus að lána þannig fólki peninga fyrir því? 

Yfirdrættir og erlendar skuldir er aðalumræðuefnið þessa dagana og allir þekkja til. Ég get þó sagt stoltur frá því að ég hef aldrei skuldað annað en húsbréf og yfirdrátt hef ég aldrei þurft að nota. Bara ef það væru fleiri eins og  ég :D 


Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.

Ég get ekki neitað því að þegar ég les þessa frétt, hitnar mér aðeins. Nú vona ég bara að íslenskir milljarðamæringar eigi eitthvað útspil gegn svona geðsjúklingum og nái að snúa þróuninni við. Kannski munu einhverjir geta stært sig af því að gera þennan mann gjaldþrota. Maður með svona markmið á ekki skilið neina silkimeðferð í mínum huga.


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara gráthlægilegt

Hvernig er það eiginlega, hefur fólk ekki séð í gegnum þetta ennþá? Í heiðnum trúarbrögðum sem eiga rætur sínar til norðurlandanna, hefur Hel (þangað sem menn fara ef þeir deyja sóttardauða eða heigulsdauða) allt annað yfirbragð en helvíti kristninnar. Þar er nefnilega skítkalt og hundleiðinlegt. Valhöll er hins vegar mjög hlýr staður og alltaf gott veður þar. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera að hér á norðurlöndunum er veturinn okkur meira áhyggjuefni en sumarið?

Hvaðan er svo kristnin komin? Jú úr miðausturlöndum þar sem snjóar mjög sjaldan svo ekki sé meira sagt. Þar óttast menn frekar að deyja úr hita...í orðsins fyllstu merkingu. Ergo: helvíti hlýtur að vera fjandanum heitara og himnaríki svalur og þægilegur staður.

Því spyr ég aftur. Hefur fólk ekkert séð í gegnum þetta? 


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki það sem íslenskir læknar eða WHO mæla með

Ég vil taka það fram að á Íslandi hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að konur með barn á brjósti megi neyta áfengis. Þar að auki virðist þessi frétt hjá mbl.is vera á miklum villigötum og mjög ófagleg því það er eingöngu nefnd ein rannsókn og ekki talað við íslenska lækna, WHO (world health organization). Hámarksáfengisskammtur fyrir konu almennt er 1 glas á dag, aldrei meira en 7 glös á viku og aldrei meira en 3 glös(drykki) í einu. Allt fyrir ofan þetta er álitið vera óhollt og skaðlegt. (sjá landlæknisembættið) Þarna ætti blaðamaður að kynna sér betur efnið áður en hann birtir það. Þar er svo greinilega tekið fram að konur sem eru óléttar ættu aldrei að nota áfengi og ekki heldur konur með barn á brjósti. Ef landlæknisembættinu hefði dottið í hug að endurskoða þetta þá hefði það auðvitað verið auðsótt. En enn sem komið er hefur það þótt óþarfi. Þetta viðhorf endurspeglar ekki trúarlegar, persónulegar eða siðferðislegar skoðanir lækna og annarra fagmanna. Þetta eru vel rökstuddar niðurstöður úr margendurteknum og ritrýndum vísindalegur rannsóknum.
mbl.is Í lagi að drekka vín með barn á brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?

Ég er búinn að bíða eftir því að geta bloggað um svona frétt síðan ég fór í bíó í Regnbogann fyrir nokkrum mánuðum síðan með vinnufélaga mínum. Við vorum rétt sestir niður og búnir að koma okkur þægilega fyrir þegar blessaðar auglýsingarnar byrjuðu. Byrjaðir að maula poppið og farnir að iða í skinninu eftir einhverri ræmunni sem ég man nú reyndar ekki eftir hvað hét. Fyrsta auglýsingin hafði einmitt þann boðskap að það að dánlóda(ísl. niðurhala) efni af netinu væri ólöglegt og siðlaust og þeir líktu því við það að stela. Ég leit í kringum mig og sá að sumir litu skömmustulega í hina áttina eða gerðu grín að þessu. Ég hugsaði með mér að þeir hefðu margt fyrir sér í þessu og núna eru yfirvöld búin að staðfesta það.

EN!!!!

Þegar auglýsingin sem tók að virtist a.m.k. 2 mínútur í flutningi, var búin, kom önnur auglýsing. Það var ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta.

Sú auglýsing sem kom var auglýsing um ágæti þess að drekka Túborg bjór(ég skildi auglýsinguna a.m.k. þannig) Það var eitthvað svaka partí og allir voða glaðir að drekka ölið fyrrnefnda.

Ég fór þá að hlæja og hugsaði með mér. Boðskapurinn sem SENA (rekur bíóið) er að senda frá sér er semsagt þessi: "Það má ekki brjóta lögin ef við töpum á því en það er í góðu lagi að brjóta þau ef við græðum á því"

Getið þið skilið þetta einhvern veginn öðruvísi?? 


mbl.is Fagna niðurstöðu dóms í DC++ máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjöltuhundur Pútíns?

Það eru ótrúlegar tölur ef maðurinn fær 80% atkvæða. Ég hlýt að spyrja sjálfan mig þeirrar spurningar hvort rússneska þjóðin sé með þessu að lýsa yfir stuðningi við Pútín. Medvedev hefur auðvitað unnið með honum og starfar við olíufyrirtækið sem Pútín er sagður hafa í vasanum. Auðvitað er lýðræðið í gamla einveldisríkinu stutt á veg komið og því spurning hvort þetta eigi ekki eftir að breytast. Mér finnst bara ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig þróunin hefur verið. Á Pútín eftir að verða næsti einvaldur þarna? Er eitthvað sem bendir til þess að frelsið sé tryggt? Hvað með félagafrelsið, tjáningafrelsið og fleira?

Minnir mig bara á hvað ég hef það gott hérna á landinu okkar. 


mbl.is Forsetakosningar í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnarar

Það sem hlýtur að skipta mestu máli er hvað þeim hefur fjölgað rosalega, úr 8 í 20 þúsund. Það er meira en 100% fjölgun. Hitt er svo annað mál að svona dýraverndunarsamtök lifa auðvitað á svona fréttum og hagnast gríðarlega á þessu. Ég mundi kannski kaupa hugmyndafræði þeirra ef þetta væru ekki svona miklar peningamaskínur. Það er þeirra hagur að fólk sé vont við dýr eða dýr komist í útrýmingahættu. Þá streyma dollararnir inn hjá þeim.
mbl.is Fílaveiðar heimilaðar á ný í S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt kalt stríð??

Það fer óneitanlega hrollur um mig þegar ég hugsa til þess hvað hér er á seyði. Ekki það langt frá Kúbumálinu nema hvað það var auðvitað á hinn veginn, Sovéskar eldflaugar í bakgarði USA. Rússar hljóta að láta í sér heyra og spyrna við fótum.

Margir fræðimenn tala líka um að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu. Þá auðvitað milli Rússa og USA. Nú er ábyggilega gaman að sitja í Odda og hlusta á minn gamla mentor Albert Jónsson tala um alþjóðastjórnmál.


mbl.is Tékkar vilja ljúka samningum um eldflaugavarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband