20.12.2007 | 00:31
Tvöfalt siðgæði hjá fólki?
Alveg er það ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið tvöfalt þegar kemur að siðferði. Það rýkur upp þegar það á að vinna vinnuna sína óvímað eða drukkið. Athugið að þarna er ekki verið að tala um þá hegðun eða starfsorku sem fer forgörðum þegar launþegi er í áfengis- eða vímuefnafráhvörfum. Svo heyrist fyrst í fólki ef launþeginn gerir einhverjar eðlilegar kröfur. Eru þetta bara Ástralir? Nei, það held ég ekki. Alltof oft heyri ég fólk tala um hvaða "rétt" það hafi þegar vinnan er annars vegar. Ég heyri hinsvegar aldrei (leyfi mér að fullyrða hér) setningar eins og :"já en atvinnurekandinn hefur nú rétt á því að krefjast þessa eða hins af mér" Hvað heldur fólk eiginlega að vinna sé?
Samkvæmt mínum skilningi er vinna eitthvað sem launþegi lætur af hendi gegn borgun. Samningur milli hans og vinnuveitenda um að gera eitthvað fyrir borgun. Er þá eitthvað réttlæti í því ef annar stendur bara við samninginn en hinn ekki? Gott dæmi: Atvinnurekandi gefur launþega frí til að skjótast eitthvað. Hvernig lítur launþeginn á þetta? Er þetta bara sjálfsagt mál? Annað dæmi: launþegi talar í gsm-síma í 20 mínútur í vinnunni. Hvað með þetta? Hvað segir siðferðið okkar við þessu?
Ég stóð einu sinni í þeirri meiningu að Íslendingar væru vinnusamt fólk. Ég er aftur á móti alltof oft að sjá dæmi um svona siðferðisbrest. Því segi ég bara lítum okkur nær og spyrjum okkur sjálf: Er ég dæmi um manneskju með tvöfalt siðgæði?
Hegðið ykkur vel í vinnunni um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggi R Guð
Tenglar
Veiði og kajak
Þetta eru auðvitað aðaláhugamálin. Birt með fyrirvara um leyfi fyrirsætanna
- Kajakferð sumarið 2003
- Fleiri kajakmyndir og annað persónulegt
- Svartfuglsveiði með Palla og Jóa
- Veiðivötn
- Kajakferð fyrir Vatnsnes
Fagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.