Enn af áfengisfrumvarpinu

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir umfjöllun þeirra. Fleiri og fleiri rök gegn því að auka aðgengi og þar með áfengisneyslu virðast koma eftir því sem tíminn líður. Vandamálið er auðvitað það að við erum að berjast gegn peningamaskínum sem hafa endalaust fjármagn og þar með margfalt meiri sýnileika. Íslenska þjóðin kaus um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun aldarinnar að banna sölu á áfengi. Þá voru fjölmiðlar takmarkaðir og auglýsingar varla nema brotabrot af því sem við þekkjum í dag. Ég spyr krakka í 9. bekk barnaskóla í hverri viku þeirrar spurningar hvort auglýsingar virki. Þau eru sannfærð um það enda myndu fyrirtæki ekki eyða stórum upphæðum í þær annars. Krakkar eru skarpir og nógu skörp til að sjá þetta. Þingmenn virðast hinsvegar margir ekki átta sig á samhenginu þarna á milli. Kannski eru þeir að láta stjórnast af einhverjum öðrum hvötum en þjóðarheill. Því spyr ég: þingmaður, ertu skarpari en skólakrakki??
mbl.is Drykkjusiðir hafa áhrif á vinnuframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband