23.12.2007 | 18:33
Áfengisneysla um jólin
Það er sorglegt hvað áfengi er orðið tengt jólum. Það sem mér finnst þó verra er hvað áfengissalar og framleiðendur eru orðnir siðlausir í að reyna að tengja áfengi við þessa fjölskyldu- og friðarhátíð. Jólabjór, jólasnafsar og fleira er framleitt í þeim eina tilgangi að reyna að auka vínsölu um þessa hátíð. Það virðist líka vera sem það sé að takast, því vínsala er alltaf að aukast í desember. Forvitnilegt verður að vita hvort þessi desember mánuður sker sig nokkuð úr.
Ég vil óska öllum landsmönnum gleðilegra og áfengislausra jóla og minni fólk á það að jólin eiga að snúast um börnin og samverustundir með þeim en ekki rauðvín með steikinni og bjór eftir hana. Ég veit að við erum löngu búin að tapa stríðinu við vínsala og framleiðendur en ég neita bara að gefast upp :o)
Gleðileg jól og farsælt vímuefnalaust ár
Sigurður R. Guðmundsson
Óku ölvaðir á girðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggi R Guð
Tenglar
Veiði og kajak
Þetta eru auðvitað aðaláhugamálin. Birt með fyrirvara um leyfi fyrirsætanna
- Kajakferð sumarið 2003
- Fleiri kajakmyndir og annað persónulegt
- Svartfuglsveiði með Palla og Jóa
- Veiðivötn
- Kajakferð fyrir Vatnsnes
Fagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.