3.3.2008 | 18:26
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?
Ég er búinn að bíða eftir því að geta bloggað um svona frétt síðan ég fór í bíó í Regnbogann fyrir nokkrum mánuðum síðan með vinnufélaga mínum. Við vorum rétt sestir niður og búnir að koma okkur þægilega fyrir þegar blessaðar auglýsingarnar byrjuðu. Byrjaðir að maula poppið og farnir að iða í skinninu eftir einhverri ræmunni sem ég man nú reyndar ekki eftir hvað hét. Fyrsta auglýsingin hafði einmitt þann boðskap að það að dánlóda(ísl. niðurhala) efni af netinu væri ólöglegt og siðlaust og þeir líktu því við það að stela. Ég leit í kringum mig og sá að sumir litu skömmustulega í hina áttina eða gerðu grín að þessu. Ég hugsaði með mér að þeir hefðu margt fyrir sér í þessu og núna eru yfirvöld búin að staðfesta það.
EN!!!!
Þegar auglýsingin sem tók að virtist a.m.k. 2 mínútur í flutningi, var búin, kom önnur auglýsing. Það var ástæðan fyrir því að ég blogga um þetta.
Sú auglýsing sem kom var auglýsing um ágæti þess að drekka Túborg bjór(ég skildi auglýsinguna a.m.k. þannig) Það var eitthvað svaka partí og allir voða glaðir að drekka ölið fyrrnefnda.
Ég fór þá að hlæja og hugsaði með mér. Boðskapurinn sem SENA (rekur bíóið) er að senda frá sér er semsagt þessi: "Það má ekki brjóta lögin ef við töpum á því en það er í góðu lagi að brjóta þau ef við græðum á því"
Getið þið skilið þetta einhvern veginn öðruvísi??
Fagna niðurstöðu dóms í DC++ máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggi R Guð
Tenglar
Veiði og kajak
Þetta eru auðvitað aðaláhugamálin. Birt með fyrirvara um leyfi fyrirsætanna
- Kajakferð sumarið 2003
- Fleiri kajakmyndir og annað persónulegt
- Svartfuglsveiði með Palla og Jóa
- Veiðivötn
- Kajakferð fyrir Vatnsnes
Fagið
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvernig var myndin?
nafnlaus (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:38
Nákvæmlega, það eru peningarnir sem eru að ráða ferðinni hérna en ekki fólkið. Það þarf að taka allt þetta battarý í gegn.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 07:08
Ég komst í gegnum ruslpóstvörnina enda sterkgreindur.
Svona er þessi kapítalismi Siggi minn sem þú hefur dásamað og dýrkað og beygt þig fyrir og bukkað frá því að þú byrjaðir að stela úr búðinni hjá pabba þínum
En annars, grínlaust, þetta sem þú ert að blogga um á sér heiti á íslensku sem er ágætt; það er siðblinda!
Kveðja, gb
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.