Ofsafengnir Íslendingar

Ég er einn af mörgum sem hef lent í því að fá upphringingu frá bönkum og fjármálafyrirtækjum þar sem þeir eru að reyna að fá mig til að skipta um viðskiptabanka. Eitt það algengasta sem ég heyri þegar ég spyr hringjandann um hvað þeir bjóða eru svona eða svona háir yfirdráttavextir. Ég spyr þá alltaf á móti hvað þeir bjóði fólki sem skuldi ekki eða hefur aldrei skuldað. Þá verður fátt um svör. Einhverra hluta vegna eru langflestir með yfirdrátt og það þykir vera svo sjálfsagt og algengt að hringjendur gera ráð fyrir því að ég sé með yfirdrátt. Ég held barasta að ég sé einn af fáum núlifandi íslendingum sem hef aldrei skuldað (annað en húsbréf auðvitað)

Ég á smávegis af hlutabréfum og ætla mér að eiga þau áfram... hef auðvitað ekkert farið varhluta af þeirri lækkun sem hefur einkennt markaðinn undanfarið. Það sem fékk mig til þess að hugsa eins og ég nefndi hérna áðan hefur einmitt með þetta að gera. Ég held að lækkunin sé mikið til komin vegna fjölda fólks sem hefur tekið peninga að láni til að fjármagna hlutabréf án þess að hugsa um áhættuna sem því fylgir. Svo þegar fólk er komið í mínus þá fá allir kvíðakast og sjá ekki fram á að geta borgað og þurfa því að leysa út bréfin. Með öðrum orðum þá er ég að uppskera timburmennina eftir fjármálafyllerí allra hinna sem eru óábyrgir í fjármálum.

Svona er lífið stundum.


mbl.is Hlutabréf réttu úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótakveðja

Kæru vinir, vandamenn og aðrir. Gleðilegt nýtt ár....

Enn af siðferði

Ég var að hugsa um ástandið í Súdan, Afganistan, Írak og víðar í dag. Þar geta almennir borgarar átt von á sjálfsmorðsárásum hvar og hvenær sem er. Ég spurði sjálfan mig hvað rekur fólk til að fórna lífi sínu til þess eins að drepa, limlesta og særa aðra. Oft virðist þetta vera tilviljanakennt. Stundum eru árásirnar gerðar með því eina markmiði að skaða sem flesta almenna borgara. Einnig eru gerðar árásir á hernaðarleg skotmörk.

En þá kemur að kjarna málsins. Hvað er að gerast í höfðinu á fólki sem gerir þetta? Varla er það algjört siðleysi. Siðlaus maður myndi sennilega ekki fórna sjálfum sér samkvæmt skilgreiningu á antisocial persónuleika. Ekki er þetta fáfræði, mikið af sjálfsmorðsárásum eru framkvæmdar af menntafólki. Varla er þetta trúarlegs eðlis því flest trúarbrögð banna það að drepa.

Hver er drifkrafturinn?


mbl.is Áhyggjur af ástandinu í Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur

Það er ótrúlegt ef þingmenn sjá ekki hvað er rangt við það að þiggja persónlulegar gjafir frá fyrirtækjum eða einstaklingum. Eflaust þyrftu þeir að koma sér upp einhverjum siðareglum.... sem greinilega virðast ekki vera til staðar. Annars væri þetta ekki vandamál og enginn hefði þegið áfengið. Sennilega margar stéttir í opinbera geiranum sem líta á siðareglur sem eitthvað ómerkilegt eða óþarft.

Það er svo hlutverk stéttanna sjálfra að halda siðareglum stéttarinnar á lofti og fylgjast með því að þeim sé fylgt. Með löggildingu áfengis- og vímuefnaráðgjafa færðist þetta úr höndum okkar sjálfra eða stofnunarinnar sem við unnum hjá, yfir til landlæknis.


mbl.is Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með betri löggæslu?

Af hverju heyri ég aldrei af fundum lögreglumanna þar sem þeir reyna að bæta sig í starfi? Gott dæmi um það hvernig þeir geta bætt sig í starfi er að taka upp siðareglur eins og heilbrigðisstarfsmenn. Hvernig veit lögreglumaður til dæmis hvað hann á að gera ef upp kemur sú staða að hann þekkir til fólksins sem hann þarf að meðhöndla? Hvenær á hann að bakka? Hvenær er hætta á að fagmennskan víki fyrir tilfinningasemi? Nú er lífið þannig að ekki eru allir hlutir svart/hvítir.

Ég held að það besta sem gerðist hjá lögreglumönnum væri að þeir sæju hag sinn í því að verða meiri fagmenn. Innra eftirlit hlýtur að spila þar stóra rullu.


mbl.is Meira fjármagn þarf til löggæslumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin er okkar

Enn berast fréttir af stórtækum innflutningi á örvandi vímuefnum. Það virðist koma öllum á óvart. Þetta á auðvitað bara eftir að aukast þegar fram líða stundir. Neyslan helst í hendur við aukna áfengisneyslu og hægt er að rökstyðja það að með auknu og frjálsara aðgengi að áfengi muni neysla á örvandi efnum (amfetamín, kókaín, rítalín, e-pillur og fleira) aukast. Það er alveg ótrúlegt að þingmenn skuli ekki leita til fagmanna til að fræðast um áhrif og afleiðingar aukinnar áfengisneyslu, þá í samhengi við aukið aðgengi og lægra verð.
mbl.is Lögðu hald á fíkniefnasendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisneysla um jólin

Það er sorglegt hvað áfengi er orðið tengt jólum. Það sem mér finnst þó verra er hvað áfengissalar og framleiðendur eru orðnir siðlausir í að reyna að tengja áfengi við þessa fjölskyldu- og friðarhátíð. Jólabjór, jólasnafsar og fleira er framleitt í þeim eina tilgangi að reyna að auka vínsölu um þessa hátíð. Það virðist líka vera sem það sé að takast, því vínsala er alltaf að aukast í desember. Forvitnilegt verður að vita hvort þessi desember mánuður sker sig nokkuð úr.

Ég vil óska öllum landsmönnum gleðilegra og áfengislausra jóla og minni fólk á það að jólin eiga að snúast um börnin og samverustundir með þeim en ekki rauðvín með steikinni og bjór eftir hana. Ég veit að við erum löngu búin að tapa stríðinu við vínsala og framleiðendur en ég neita bara að gefast upp :o)

Gleðileg jól og farsælt vímuefnalaust ár

Sigurður R. Guðmundsson

 


mbl.is Óku ölvaðir á girðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af áfengisfrumvarpinu

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir umfjöllun þeirra. Fleiri og fleiri rök gegn því að auka aðgengi og þar með áfengisneyslu virðast koma eftir því sem tíminn líður. Vandamálið er auðvitað það að við erum að berjast gegn peningamaskínum sem hafa endalaust fjármagn og þar með margfalt meiri sýnileika. Íslenska þjóðin kaus um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í byrjun aldarinnar að banna sölu á áfengi. Þá voru fjölmiðlar takmarkaðir og auglýsingar varla nema brotabrot af því sem við þekkjum í dag. Ég spyr krakka í 9. bekk barnaskóla í hverri viku þeirrar spurningar hvort auglýsingar virki. Þau eru sannfærð um það enda myndu fyrirtæki ekki eyða stórum upphæðum í þær annars. Krakkar eru skarpir og nógu skörp til að sjá þetta. Þingmenn virðast hinsvegar margir ekki átta sig á samhenginu þarna á milli. Kannski eru þeir að láta stjórnast af einhverjum öðrum hvötum en þjóðarheill. Því spyr ég: þingmaður, ertu skarpari en skólakrakki??
mbl.is Drykkjusiðir hafa áhrif á vinnuframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt siðgæði hjá fólki?

Alveg er það ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið tvöfalt þegar kemur að siðferði. Það rýkur upp þegar það á að vinna vinnuna sína óvímað eða drukkið. Athugið að þarna er ekki verið að tala um þá hegðun eða starfsorku sem fer forgörðum þegar launþegi er í áfengis- eða vímuefnafráhvörfum.  Svo heyrist fyrst í fólki ef launþeginn gerir einhverjar eðlilegar kröfur. Eru þetta bara Ástralir? Nei, það held ég ekki. Alltof oft heyri ég fólk tala um hvaða "rétt" það hafi þegar vinnan er annars vegar. Ég heyri hinsvegar aldrei (leyfi mér að fullyrða hér) setningar eins og :"já en atvinnurekandinn hefur nú rétt á því að krefjast þessa eða hins af mér" Hvað heldur fólk eiginlega að vinna sé?

Samkvæmt mínum skilningi er vinna eitthvað sem launþegi lætur af hendi gegn borgun. Samningur milli hans og vinnuveitenda um að gera eitthvað fyrir borgun. Er þá eitthvað réttlæti í því ef annar stendur bara við samninginn en hinn ekki? Gott dæmi: Atvinnurekandi gefur launþega frí til að skjótast eitthvað. Hvernig lítur launþeginn á þetta? Er þetta bara sjálfsagt mál? Annað dæmi: launþegi talar í gsm-síma í 20 mínútur í vinnunni. Hvað með þetta? Hvað segir siðferðið okkar við þessu?

Ég stóð einu sinni í þeirri meiningu að Íslendingar væru vinnusamt fólk. Ég er aftur á móti alltof oft að sjá dæmi um svona siðferðisbrest. Því segi ég bara lítum okkur nær og spyrjum okkur sjálf: Er ég dæmi um manneskju með tvöfalt siðgæði?


mbl.is Hegðið ykkur vel í vinnunni um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggi R Guð

Höfundur

Sigurður R. Guðmundsson
Sigurður R. Guðmundsson
Löggiltur Áfengis- og vímuefnaráðgjafi, áhugamaður um ýmislegt annað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband